<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

þriðjudagur, janúar 16, 2007

...meira ammlis...

posted by annabjörg @ 10:52 e.h.  
Skemmtileg tilviljun að ég rakst á lítinn bloggleik í dag; gengur út á það að fara á Wikipedia, slá inn afmælisdaginn sinn og birta þrjár niðurstöður úr hverjum flokki; merkilegir atburðir, afmæli og dánardægur.

Það gleður mig að geta frætt ykkur um að þann 16. janúar hefur þetta gerst merkilegt:

1920 var Zeta Phi Beta systrafélagið stofnað við Howard háskóla í Bandaríkjunum. Þann 17. janúar var væntanlega farið í fyrsta koddaslaginn á nærfötunum...
1945 Flutti Adolf Hitler í neðanjarðarbyrgi sitt. Við vitum öll hvernig það endaði.
1969 kveikti Tékkinn Jan Palach í sjálfum sér á Wenceslas torgi í Prag til að mótmæla innrás Sovétmanna og annarra Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóvakíu eftir „vorið í Prag” árið áður (og það var einmitt spurt um Jan Palach og fyrir hvað hann er þekktastur í Gettu betur í kvöld, skemmtileg tilviljun það!).

1908 fæddist Ethel Merman sem ég veit ekkert um annað en að hún var þekkt bandarísk leik- og söngkona sem er stundum minnst á í sjónvarpsþáttum.
1950 fæddist Debbie Allen, dansari sem er/var þekktust fyrir hlutverk sitt sem danskennarinn Lydia Grant í þáttunum FAME. Mér fannst hún alltaf svo kúl!
1991 fæddist yngsta manneskjan á Wiki listanum. Hún heitir Julie Dubela og er titluð amerísk söngkona. Á Wikipedia síðunni hennar kemur fram að hún er þekktust á stór-Boston svæðinu fyrir túlkun sína á bandaríska þjóðsöngnum. Ætli þarna sé næsta Britney á ferðinni?

1806 lést William Pitt the Younger, forsætisráðherra Bretlands. Ég giska á að hann hafi átt föður sem hét líka William Pitt...
1993 lést Jón Páll Sigmarsson, kraftajötunn með meiru. Þetta er staðreynd sem ég hafði ekki hugmynd um fyrr en bara núna nýlega.
2002 lést Bobo Olson, bandarískur hnefaleikakappi sem kemst á listann minn fyrir að heita einstaklega skemmtilegu nafni. B-O-B-O; BOMBA!!!

En það er náttúrulega merkilegast og mikilvægast að ég skyldi einmitt velja þennan dag til að fæðast á og gera hann þannig að besta degi í heiminum!


Powered by Blogger And Falconer Designs.