Dúfnahólar... nei, Laugardalur!
Ég var að uppgötva að síðasta bloggfærsla var gerð þann 29. maí og í dag er 2. júlí. Það þýðir að ég hef ekkert bloggað í heilan mánuð. Mikið er það nú gott!
Við Helga skelltum okkur í Laugardalinn á dögunum að gefa fuglunum brauð. Fyrir þá sem nenna ekki á tjörnina vegna máfagers mæli ég með ferð í dalinn, það er eiginlega miklu meira kósí að gefa öndunum þar!
En jæja, við opnuðum brauðpokana á göngustígnum og um leið vorum við umkringdar af dúfum og komumst varla afturábak eða áfram. Okkur tókst nú samt að mjaka okkur að stórum steinum sem hægt er að setjast á og þar sátum við með hópinn í kringum okkur, bæði dúfur, endur og gæsir, þangað til allt var upp urið. Dúfurnar gerðust meira að segja svo aðgangsharðar að þær settust hreinlega á okkur eins og sjá má á myndunum:
Annars hefur sumarið bara verið fínt, búin að fara fullt á skauta (einmitt í Laugardalnum líka) og uppgötva að það er æðislegt að geta tekið sér fyrirvaralaust frí í vinnunni þegar það er sól!
Við Helga skelltum okkur í Laugardalinn á dögunum að gefa fuglunum brauð. Fyrir þá sem nenna ekki á tjörnina vegna máfagers mæli ég með ferð í dalinn, það er eiginlega miklu meira kósí að gefa öndunum þar!
En jæja, við opnuðum brauðpokana á göngustígnum og um leið vorum við umkringdar af dúfum og komumst varla afturábak eða áfram. Okkur tókst nú samt að mjaka okkur að stórum steinum sem hægt er að setjast á og þar sátum við með hópinn í kringum okkur, bæði dúfur, endur og gæsir, þangað til allt var upp urið. Dúfurnar gerðust meira að segja svo aðgangsharðar að þær settust hreinlega á okkur eins og sjá má á myndunum:
Annars hefur sumarið bara verið fínt, búin að fara fullt á skauta (einmitt í Laugardalnum líka) og uppgötva að það er æðislegt að geta tekið sér fyrirvaralaust frí í vinnunni þegar það er sól!