<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

mánudagur, ágúst 20, 2007

Reykingar

posted by annabjörg @ 4:50 e.h.  
Ég var að grúska aðeins uppi hjá pabba áðan og rakst þar á bók sem heitir Hvernig hætta á að reykja og var gefin út á íslensku árið 1963. Upphaflega kom hún út á ensku árið 1951 og í henni leynast nokkrir óborganlegir kaflar sem má með sanni segja að séu börn síns tíma. Hér eru nokkrir gullmolar:

„Þú veizt, að þú þarft ekki að reykja eins mikið og þú gerir á skrifstofunni, við bridge-borðið, í vinnunni, eða þegar þú ert að vinna heima í garðinum þínum.”

„Læknar virðast heldur ekki geta gefið neinn úrskurð um það hvort reykingar séu skaðlegar eða ekki.”

„Þú ferð til heimilislæknis þíns til skoðunar og hann segir þér að þú sért stálhraustur, enda þótt þú ættir nú samt að reykja minna. Þú hristir höfuðið með sektarsvip, samþykkir orð hans og heitir að reyna það. Svo segir læknirinn: „Já, það er nú það”, og báðir takið þið upp vindlingapakka, og þegar hann gefur þér eld, veitir þú því athygli, að vísifingurinn á hægri hönd hans er gulur af tóbakseitri.”

„Það eru að sjálfsögðu tvær hliðar á hverju máli. Enda þótt langflest mæli með reykingum þá eru þó nokkur atriði, sem mæla gegn þeim.”

„Sá maður sem reykir tvo pakka af vindlingum á dag, eyðir 290 krónum á viku eða kr. 1160 á mánuði, eða kr. 13.000.00 á ári.”

„Þá þarftu ekki að gera sjálfum þér og öðrum ónæði í kvikmyndahúsinu með því að fara út í miðri sýningu til þess að reykja, eins og svo margir reykingamenn.”

„Að áliti kvenna veita reykingar þeim tækifæri til að sanna að þær séu hispurslausar heimskonur. Þetta sjónarmið á miklu síður við um karlmenn, þar eð almenningsálitið er afskiptalausara af reykingum þeirra.”

„Þegar einhver býður þér sígarettur, eftir sex mánuði, eða sex ár, þá muntu hafna boðinu, ekki hikandi eða í varnarstöðu af ótta við það að verða talinn ó-samkvæmishæfur. Þú munt bara segja: Nei þakka þér fyrir - ég var vanur að reykja tvo pakka á dag, en ég vandi mig af því. Og það mun verða litið á þig með lotningarfullri öfund, eins og menntaskólabusi horfir á sjöttabekking, sem sloppinn er úr eldrauninni.”

Svo eru nokkar auglýsingar aftast í bókinni, læt 2 dásamlegar fylgja með:

„Fylgist með tímanum og klæðist fötum frá GEFJUN. Hver sá maður sem reykt hefur 2 pakka af vindlingum á daga getur eignazt þessi föt frá GEFJUN eftir 2ja mánaða bindindi.”

„HAFIÐ ÞÉR ATHUGAÐ -
að ef þér hættið að reykja 1 pakka á dag í rúmt 1/2 ár, getið þér eignast fyrir þá peninga EZY-PRESS straupressuna.
10 ára góð reynsla hérlendis - Raforka”

Framaná bókinni er líka loforð um endurgreiðslu ef aðferðirnar virka ekki og ég verð nú að segja að miðað við þekkingu á þessum tíma þá eru þetta mjög 'pró' aðferðir sem ættu að virka ef fólk vill hætta að reykja, þrátt fyrir svona smáatriði sem ég týndi úr hér að ofan. Pabba tókst reyndar ekki að hætta eftir lesturinn og sagði að hann hefði átt að fara og fá hana endurgreidda! En hann hætti nú á endanum kallinn og er búinn að vera reyklaus í rúm tuttugu ár alla vega (man ekki alveg hvaða ár það var) og það er náttúrulega fyrir öllu ;)


Powered by Blogger And Falconer Designs.