<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8130701?origin\x3dhttp://skolabull.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

sunnudagur, júlí 06, 2008

...Hún bloggar!...

posted by annabjörg @ 8:41 e.h.  

Pottþétt leið til að yngja sig upp: að fljúga á hausinn af reiðhjóli og fá fleiður í lófana, hné og olnboga. Á örskotsstundu líður manni eins og maður sé 10 ára! Mér líður allavega þannig núna, er með plástra á öllum helstu liðamótum og marbletti á lærinu. Og svo komst ég að því að svona fyrir utan það að fljúga á hausinn í fyrstu hjólaferðinni í nokkur ár þá hef ég ekkert hjól-þol og á sennilega eftir að deyja þegar ég reyni að hjóla í vinnuna (reyndar er ekkert mál að hjóla í hana, vandamálið byrjar á leiðinni uppeftir aftur :P).

Svo er ég líka alveg með það á hreinu að það eru engar konur sem vinna við það að hanna reiðhjól því ef þær gerðu það þá væri fyrir löngu búið að finna upp hnakk sem virkar fyrir rass sem er stærri en meðalstærð! Já, ég fór sumsé út að hjóla í dag og ekki nóg með það, ég fór í sund líka. Dugleg stelpan, segirðu ef til vill en þetta er ekki allt. Þegar ég kom heim og var búin að gleyma því að ég var næstum búin að æla í miðjum Elliðaárdalnum af áreynslu og andlitið á mér hætt að vera bleikt á litinn, þá datt mér í hug að fara á línuskauta. Eða sko... hugmyndinni um línuskauta var plantað í hausinn á mér og það var ekki aftur snúið. Ég druslaðist í Laugardalinn og tók lítinn hring þar í afskaplega góðum og skemmtilegum félagsskap, stórvel heppnuð fyrsta ferð sumars (já, það er kominn júlí og ég hef ekkert skautað, hneykslanlegt).

Og af því að það var komið svo mikið sumar í hjartað ákvað ég að nenna ekki heim svo ég brunaði niður á Ósushi og borðaði nokkra bita og átti einstaklega skemmtilegt samtal í öðrum afskaplega góðum og skemmtilegum félagsskap. Mmmmmm sushi...

Þessi dagur fær alveg 10 í einkunn, kannski ekkert erfitt miðað við vinnuálag og frítímaleysi undanfarið en hann var allavega frábær! Verst að karma gæti dottið í hug að hafa tvöfaldan mánudag á morgun í staðinn...



Powered by Blogger And Falconer Designs.