<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8130701\x26blogName\x3d...No+Power+in+the+Verse+can+stop+me...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLACK\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skolabull.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skolabull.blogspot.com/\x26vt\x3d-965859614412168442', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

...No Power in the Verse can stop me...

sunnudagur, október 30, 2005

...

posted by annabjörg @ 4:57 e.h.  
Gaawd, ég er svefnlaus og vitlaus í dag. Hef ekki náð að sofa almennilega síðan í síðustu viku og ég er viss um að Valla stal svefninum mínum! Annars er sæmilega viðburðarík helgi að baki, skrítin en alveg mátulega klikkuð. Fór til Völlu í gær og lærði svolítið, svaf pínulítið, horfði á My name is Earl og fór í Sing Star. Fór svo í afmæli í gærkvöldi þar sem var mikið sungið og spilað undir á gítar, harmonikku og bongótrommur! Mjög áhugaverð samsetning verð ég að segja. Dagurinn í dag er svo sem betur fer bara rólegur, er að reyna að læra (must.finish.essay) en ég er svo þreytt að það gengur eiginlega ekki neitt. Er mikið að spá í að flytja niður í Þjóðarbókhlöðu í næstu viku til að klára þetta. Mig vantar líka heimildir, það eru allar góðu bækurnar um efnið í útláni eins og venjulega. Ef þið vitið eitthvað um hvernig smáríki í Evrópu hafa brugðist við Evrópusamrunanum þá megið þið láta mig vita.
Og já, My name is Earl eru geggjaðir þættir. Farðu og náðu í þá NÚNA. Í alvörunni, þetta er bara eins og demantur sem stendur upp úr mykjuhaug lágkúrulegs sjónvarpsefnis. Ekki það að þetta sé einhver hámenningarlegur húmor eða neitt svoleiðis, þetta er bara vandaður húmor. Mátulega svartur og yndislega grófur á köflum. Það verður mitt fyrsta verk þegar ég er komin með tölvuna mína (sem verður líklegast bara núna í vikunni, veiiiii!) að ná í Earl. Og Veroniku Mars. Og Scrubs. Og fullt af fleiru sem ég man ekki akkúrat núna en ég er búin að skrifa lista! Ég á ábyggilega eftir að breytast í lítinn Gollum eftir nokkrar vikur...


Powered by Blogger And Falconer Designs.