...
Ég fór veik heim úr vinnunni áðan. Eða meira með hræðilegan hausverk heldur en veik veik. Er alla vega búin að blóta og andskotast út í heilbrigðisyfirvöld meira og minna síðan fyrir að hafa druzlast til að taka parkódín úr lyfseðilslausri sölu, íbúfen og paratabs virka bara ekki á allt. Ætla alltaf að muna eftir að hringja í lækninn minn og fá lyfseðil hjá honum (hugsa þetta minnst einu sinni í mánuði!) en ég gleymi því alltaf. Ef maður er ekki undirlagður af alls konar kvölum nú eða bara fíkill þá er maður heldur ekkert að hugsa um parkódín á hverjum degi sko... Þangað til á svona degi þegar hausinn á manni er að springa í allar áttir og allar hugsanir verða hálfar af því að það er vont að hugsa þær til enda. Sux to be me today :(
Er að hugsa um að leggja mig aftur, tölvuskjárinn er of bjartur...
Er að hugsa um að leggja mig aftur, tölvuskjárinn er of bjartur...