...heima á ný...
Það sem stendur uppúr:
Miðnæturlaugarferðin. Það að það skyldi létta til akkúrat á meðan við fórum í laugina og himininn sýndi okkur allt það fallegasta sem hann hefur upp á að bjóða. Að fljóta á bakinu í lauginni, ein í heiminum (næstum því), umkringd hraundröngum og fjallshlíðum, horfandi á trylltan norðurljósadans innan um stjörnur og stjörnuhröp... Íslensk náttúra hættir aldrei að koma manni á óvart og það er æði.
Annað eftirminnilegt: Kojufyllerí, hveitibollur, buffalóskór og hvítt rusl, krapapollar (og festingar í þeim), þegar Tóta reif undan Jónasi (!), vélsleðagaurarnir í lauginni (*hrollur*), fyrri laugarferðin, gult Gajolskot, að þessi Ásgeir skuli hafa komið með gítar (af því að ég gleymdi mínum), að syngja Famous Blue Raincoat í stjörnuskini um miðja nótt ofan í lauginni fyrir tvo áheyrendur, eldhúspartí eftir laugina, sirka áttahundraðogfjörutíu góðar stundir útivið og bara alveg fullt meira...
Fékk samt flensu einhvers staðar á leiðinni og er held ég bara á leiðinni í rúmið. That sucks...
Miðnæturlaugarferðin. Það að það skyldi létta til akkúrat á meðan við fórum í laugina og himininn sýndi okkur allt það fallegasta sem hann hefur upp á að bjóða. Að fljóta á bakinu í lauginni, ein í heiminum (næstum því), umkringd hraundröngum og fjallshlíðum, horfandi á trylltan norðurljósadans innan um stjörnur og stjörnuhröp... Íslensk náttúra hættir aldrei að koma manni á óvart og það er æði.
Annað eftirminnilegt: Kojufyllerí, hveitibollur, buffalóskór og hvítt rusl, krapapollar (og festingar í þeim), þegar Tóta reif undan Jónasi (!), vélsleðagaurarnir í lauginni (*hrollur*), fyrri laugarferðin, gult Gajolskot, að þessi Ásgeir skuli hafa komið með gítar (af því að ég gleymdi mínum), að syngja Famous Blue Raincoat í stjörnuskini um miðja nótt ofan í lauginni fyrir tvo áheyrendur, eldhúspartí eftir laugina, sirka áttahundraðogfjörutíu góðar stundir útivið og bara alveg fullt meira...
Fékk samt flensu einhvers staðar á leiðinni og er held ég bara á leiðinni í rúmið. That sucks...