föstudagur, september 17, 2004
...
Blogg eru eins og pottaplöntur, I just can't seem to keep one alive...
mánudagur, september 06, 2004
Strætósaga 1
Míns er orðin strætógella, á rauða kortið og allt. Það er reyndar svo langt síðan ég var strætógella síðast að þá var grænn eini liturinn sem var í boði á strætókortum, mér finnst miklu huggulegra að geta valið svona úr litum. En hvað um það, ég fór semsagt út í morgun, vissi ekkert hvenær strætó átti að koma heldur giskaði bara á hvað ég þyrfti sirka langan tíma til að komast í skólann og vonaði bara við strætó værum á sama róli! Ég var næstum því komin að stoppistöðinni þegar ég leit aftur fyrir mig og sá strætó, ó nei, hann nálgaðist óðfluga og ég var viss um að hann yrði á undan mér að biðstöðinni svo að ég tók létt labb-skokk síðasta spölinn, við strætó komum inn á stoppistöðina á sama tíma, strætó stoppar og þá sá ég að þetta var ekkert strætóinn sem ég átti að taka! Svo ég rölti bara ofur rólega inn í strætóskýlið með svona ég-var-ekkert-að-hlaupa-til-að-ná-strætó-lalalala-*flaut* svip og fór að skoða tímatöfluna fyrir rétta strætóinn. Sá svo að strætóbílstjórinn gaf mér illt auga þegar hann tók af stað, úbbs!
En jæja, ég komst í réttan strætó hálfri mínútu seinna (sko hvað við strætó erum in-tjún) og bílstjórinn meira að segja ungur og fjallmyndarlegur! I'm starting to like the bus
laugardagur, september 04, 2004
...
Ég held að ég sé hárfínt á mörkunum að vera ennþá full og ógeðslega þunn. Er að reyna að muna gærkvöldið, ég veit að það byrjaði heima hjá Birni Jóns og endaði á Players með smá trúnó með Rúti og Birni Róbert... Úff. Það er bara ógeðslega langt síðan ég hef djammað svona svakalega, sennilega ekki síðan á 10 ára reunioninu fyrir vestan (bananadrama anyone :p) og það var alveg fyrir 2 árum! Það væri svosem í lagi með þetta allt saman ef ég væri ennþá meðvitundarlaus heima hjá mér, en nei, ég þarf að vinna í dag. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að fara að þessu, það kemur bara í ljós...
fimmtudagur, september 02, 2004
Það reddast alltaf allt
Cindarella had her fairy gotmother, I got my mom! Já, mamma kom til bjargar í gær, skutlaði mér í skólann og keypti bækur fyrir mig svo að ég komst klakklaust í gegnum fyrsta daginn. Það sem ég lærði í gær var annars eftirfarandi:
- Ódýrir Adidas-knock-off skór úr Hagkaup eru ekki skór sem er hægt að vera í í 5 klukkutíma samfleytt labbandi á milli húsa og svona, áááái... Mig vantar nýja skó...
- Það er hægt að taka 20 mínútur í að labba frá Odda og yfir í Háskólabíó ef maður þarf að drepa tímann...
- Þjóðarbókhlaðan lyktar ekki eins og hún gerði fyrir 8 árum
- Það eru ábyggilega svona 200 manns í sálfræði og ég þekki engan (kannast reyndar við 2-3). Við erum á Íslandi, hvernig er þetta hægt?!
- Hitastigið í Odda hlýtur að nálgast Helvíti, hot damn, ég held að ég sé ennþá að svitna...
Thus endeth the lesson...
Það voru gerðar breytingar á stundaskránni, núna er ég ekkert í skólanum á fimmtudögum, veiiiii! I luv it! Eða eins og Hildur myndi láta mig orða það; ég lækaði gömlu stundaskrána mína, en ég lova nýju stundaskrána mína! Nema þriðjudaga sem breyttust til hins verra. En jæja, það verður bara að hafa það.
Litli bróðir er að fara á busaball FB í kvöld. Mér finnst ég vera gömul... :(
miðvikudagur, september 01, 2004
Here we go...
Bubblan byrjar í skóla: Innan við tvær klst í fyrsta tímann og ég er ekki búin að kaupa bækur og á ekki pening í strætó. Kemst maður upp með svoleiðis hegðun í Háskólanum? I guess we're about to find out :P