laugardagur, júlí 30, 2005
Tyen shiao-duh...
Takk fyrir gærkvöldið lao xiong, mér finnst Veróníka æði! Og útilegumyndirnar og Einarskvöldsmyndirnar líka æði og kínverskur/japanskur/mexíkóskur matur er æði og Einar er æði!
Annars allt rólegt bara eins og venjulega, er hægt og rólega að byrja að læra fyrir tölfræðiprófið, er búin að ráða mig hjá Miðlun með skólanum (ætla samt að vera eitthvað hjá 365 líka) og sé fram á ágætis tekjur með þessum breytingum. Ég verð samt fátækur námsmaður, zhou ma zhi!
þriðjudagur, júlí 26, 2005
...
Jæja, þá er komið að því. Takmarkinu verður náð í kvöld, Esjan verður mín. Mwhahahahahhahahahah!
Vill einhver koma með??!
föstudagur, júlí 22, 2005
Mama's gonna keep baby...
...cozy and warm
Ég átti mjög... uhm... áhugaverðar samræður við nágranna minn sem er á níræðisaldri að ég held. Hann var úti í garði í gær að ýta lítilli sonardóttur sinni í rólunni þegar ég labbaði framhjá á leiðinni heim úr búðinni og bauð góðan dag.
Ég: Góðan daginn!
Hann: Góðan daginn. Smá þögn. Þú átt enga svona er það? Og bendir á litlu stelpuna.
Ég: nei nei, ekki ennþá en það kemur sjálfsagt að því einhvern tíma.
Hann: Þú átt sko að vera búin að búa til nokkrar svona. Hvað ertu gömul?
Ég: 26
Hann: Já já, þú átt að vera búin að búa til minnst fjórar.
Ég: !?! Já, veistu, ég er að hugsa um að klára bara skólann og svona áður en ég fer að búa nokkuð til, það er nægur tími framundan fyrir þetta.
Hann: Já, en svo verðurðu að fara að byrja á þessu.
Sko það er eitt þegar fjölskyldan manns byrjar á barnatalinu en nágrannarnir... Úff!!! Fyrir utan það ætla ég helst ekki að eignast börn (þori ekki að segja aldrei af því að maður á aldrei að segja aldrei), í mesta lagi svona ABC eða SOS börn. Ég held nefnilega að það sé miklu gáfulegra að reyna að sjá fyrir þeim börnum sem eru þegar komin í heiminn og gefa þeim tækifæri til að lifa góðu lífi, heldur en að bæta við hópinn. Mín gen eru nefnilega ekki sjálfselsk ;)
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Just call me Al...
Krapps, ég verð svo ein í bænum um helgina. Allir farnir eða á leiðinni í útilegur eða sumarbústaði, meira að segja Snúður verður í pössun um helgina svo að ég er alveg extra ein. Þarf reyndar að vinna soldið mikið svo að það er kannski í lagi bara...
Vona samt að þið hafið það gott í útilegunni, elsku bestu útilegukændur, megið þið finna mikla sól og góða grillstaði á leið ykkar um landið. Við sjáumst svo bara sólbrún og sæt eftir helgi!
mánudagur, júlí 18, 2005
Mánudagslógík:
Ok, þessi mánudagur er búinn að taka alveg 2 daga að líða sem þýðir að það er sko eiginlega kominn þriðjudagur hjá mér og þriðjudagar eru verstu mánudagarnir svo að það er eiginlega garínterað að fyrst að mánudagurinn dag er vondur verður mánudagurinn á morgun verri. Er að hugsa um að vera bara heima á morgun.
En helgin var allavega fín, fór út að borða með honum Einari mínum og svo löbbuðum við saman um miðbæinn í rigningunni á föstudagskvöldið (ooooo hvað þetta hljómar rómó!) og á laugardaginn lagði ég allan minn metnað í að sófakartaflast meira, betur og lengur en ég hef nokkurn tíma sófakartaflast áður. Það tókst. Þegar sófinn minn fer á Sorpu verður svona far í honum eins og þegar Simpson's fengu sér ólöglega kapaltengingu og Homer stóð upp úr sófanum og það var hola eftir hann... Svoleiðis verður minn!
Jæja. Svo þarf maður að fara að hitta þennan Arngrím, er það ekki?? ;)
föstudagur, júlí 15, 2005
Common, did everybody have an extra helping of stupid for breakfast this morning?
Fólk er, almennt séð, fífl.
fimmtudagur, júlí 14, 2005
Djísös, komin með myndavélasíma en er ekkert að standa mig í selebbastalkinu (Agnes var góð í því þegar hún vann í Kringlunni), Gillznekkert og Villi HQZ eða hvað þeir heita voru í viðtali í Íslandi í dag og ég klikkaði alveg á að smella af þeim þegar ég mætti þeim á göngunum, dam!
Mér er samt eiginlega bara alveg sama!
Ó mæ god, ég er missa mig í hringitónum! Er inni á Ogvodafone síðunni og er búin að finna alveg 70 tóna sem mig langar að hafa. Það er samt fyndið hvernig sum lög verða þegar það er búið að setja þau í þennan lyftubúning; Poison m/ Alice Cooper, Blister in the Sun m/ Volent Femmes og No Rain m/ Blind Melon eru t.d. lög sem eru í vondum, vondum lyftufötum. Þau eru sko köflótt og röndótt og doppótt og með myndum af gullfiskum. Það er samt líka gott rokk sem er í aðeins skárri lyftuátfitti, sem betur fer og reyndar alveg ótrúlegt hvað leynist inn á milli, fann m.a.s. Shane McGowan og Pogues, Ramones (reyndar bara I wanna be Sedated sem er í fyrsta lagi mjög týpískt símalag eitthvað og í öðru lagi í mjög vondum lyftugalla) og Auf der Maur (sem ég var akkúrat að bæta á
óskalistann minn í dag).
Það sem er hins vegar alveg sláandi, fyrir utan það að hringitónarnir eru hannaðir fyrir skandinavískan markað (nema að lög sem heita Landet dar solen ej går ner, Kan man elska någen på avstånd og Khali Gali Paratrupper hafi verið voða vinsæl og ég ekki tekið eftir því) er það að ef maður opnar listann sem á að geyma sígilt rokk er fyrsta lagið á honum
*hrollur* Dragosta din tei
*hrollur* Einhver er ekki alveg að fylgjast með...
mánudagur, júlí 11, 2005
...
Ásta og þau fundu ekki nógu góðan húsbíl í Þýskalandi svo að þau ætla bara að koma heim á morgun. Sem þýðir að síminn minn kemur heim á morgun. Svo að... ef ég hringi í þig á morgun er það bara af því að ég er að prófa nýja símann minn. Og ef þú færð skrítið MMS þá er það bara ég að prófa nýja símann minn. Og ef þú færð 30 missed calls frá mér á símann þinn þá er það bara af því að ég hef gleymt að setja key-lock á nýja símann minn. Sem er MEÐ TÖKKUM!
...
Hildur, þúrt *teiknar ferhyrning í loftið*
Það var samt alveg gaman, við bjuggum til fullt af nýjum blandaradrykkjum (og Sposmo sem er eiginlega Cosmopolitan án þess að nota Cointreau) af því að Valla gleymdi að koma með uppskriftirnar, horfðum á vont sjónvarpsefni sem varð reyndar betra með hverjum drykk, fórum ekkert niður í bæ af því að Sigurjón bílstjóri týndist og það endaði með því að Valla svaf á sófanum (og hélt áfram að sofa eftir að Snúður vaknaði sem er enn frekari sönnun fyrir þeim yfirburðasvefnhæfileikum sem hún Valgerður býr yfir).
Annars er lífið bara rólegt...
Bubble nebula. Mér finnst hún falleg :)
föstudagur, júlí 08, 2005
Jó hómís...
Bara, þúst, hlakka gegt mikið til á morgun, be there or be... *teiknar ferhyrning í loftið*
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Anywhere but here...
Hvernig væri að endurvekja eyjadrauminn okkar?!
Nananu eyja á Fiji er til sölu á „aðeins” $310.000, við erum enga stund að safna upp í það.
Eleven acres of lush paradise with 2,000+ feet of ocean front. Independent of the mainland, but close enough to wade across.
Your Island had an operating coconut plantation, plus mango and banana trees. Other native ‘‘harvestable’’ plants include tavola nuts. Stroll to your beach where large abalone beds await harvesting, along with other shellfish and crab. Then fish from your private beach? The white sand beaches and inland trails are just waiting to be explored.
Svo semjum við þjóðsöng Nananu (Elsku besta Nananu, hér er ég og hana nú... Þetta semur sig sjálft!) og búum til uppskriftabók með uppáhalds kókoshnetu- og krabbauppskriftunum okkar. Hvað fleira getum við gert???
Og já, það er líka rólegur dagur í dag... ;)
miðvikudagur, júlí 06, 2005
What shall we use...
...to fill the empty spaces.
Jæja, hálftími af engu eftir. Það er svo ekki til að bæta ástandið að það er alveg hrikalega rólegt hjá
okkur í dag.
En þetta er svosem í lagi, ég er búin að vera að hlusta á hringitóna og ákveða hvað ég ætla að hafa í nýja símanum mínum, sem er btw búið að kaupa en hann á eftir að ferðast aðeins um meginland Evrópu áður en ég fæ hann, sem betur fer er ég búin að rækta mikið af þolinmæði í garðinum mínum í sumar.
Til að undirstrika hvað mér leiðist mikið þá rakst ég á síðu sem heitir
goodplasticsurgery og er búin að skoða hana í tætlur. Ég meina, hver þarf ekki að vita að Ólsen-systurnar eru svona sætar af því að þær fóru í nefaðgerð? Eða að Janice "world's first supermodel" Dickinson hefði farið í lýtaaðgerð?! Döh...
Fann svo aðra síðu með því sem gæti verið besti titill í heimi:
Pink is the new Blog! Takið eftir Jem-like logoinu hægra megin ef þið kíkið á síðuna, lov-it, langar í... Það er samt ekkert spennandi á þessari síðu, bara slúður sem maður er hvort sem er búinn að lesa þrjátíuþúsund sinnum áður.
...
Urg, bara þótt maður vinni ógeðslega mikið er ekki þar með sagt að maður hafi alltaf mikið að gera. Nú er klukkan t.d. að verða 10, ég er búin með verkefni dagsins og hef þ.a.l. voða lítið að gera næstu 6 klukkutímana eða svo nema að láta mig dreyma um betri tíð með blóm í haga. Or sum...
Ásta systir er að fara til útlanda að kaupa húsbíl handa sér og síma handa mér:
Ég hætti semsagt við opni-loki símann og ákvað að fá mér myndavéla í staðinn. En hey, hann er með tökkum, sem er stór framför frá gamla símanum. Nú þarf ég aldrei aftur að nota penna, hárspennur, lykla, saltstangir, naglaþjalir, reykelsi, eyrnalokka eða neglur til að svara í símann. Ég sé alveg fyrir mér hvað lífið verður allt miklu einfaldara...
þriðjudagur, júlí 05, 2005
...
„Sendiherra Bareins skotinn í Írak”Þetta er fyrirsögn á frétt inni á
Ruv.is. Mér tókst að lesa út úr þessari setningu að Sigga Beinteins hefði verið skotin í Írak.
Held að ég sé ekki alveg vöknuð í dag...
sunnudagur, júlí 03, 2005
Long you live...
...and high you fly
Ok, first things first; Pink Floyd á Live8 í gær… Breathe, Money, Wish you were here (fyrir Syd) og Comfortably numb; ég hefði ekki getað valið lagalistann betur fyrst þeir tóku bara 4 lög. Þótt ég hafi bara verið ein uppi í sófa (Einar var of a)sofandi og b) verkjataflaður til að veg-ast og tala og hlæja) þá fannst mér þetta mjög merkileg stund. Ég meina, hversu oft kemur uppáhaldshljómsveitin manns í öllum heiminum saman eftir 22 ár, spilar uppáhaldslögin manns og maður fær að sjá það og heyra?! Núna finnst mér að þeir eigi bara að koma sér af stað í tónleikaferð, ég myndi sko ferðast til endimarka alheimsins til að sjá þá live, ekki spurning. Jæja, vonum bara að þeir hafi skemmt sér það vel í gær að það verði að veruleika!
Annars voru þetta frábærir tónleikar, góð hugmynd sem var vel framkvæmd. Bravó, Bob Geldof, bravó.
Íslenska Live8 í hljómskálagarðinum var líka fínt, Singapore Sling voru töff og svo auðvitað Bubbi. Þegar Bubbi tekur gömlu, góðu lögin er ekki spurning af hverju hann er kóngurinn! Svo var æðislegt að sjá þegar Papar byrjuðu að spila, þá breyttist mannfjöldinn í iðandi kös af flís- og strigaskóklæddum úthverfamömmum sem sveigðu sig og beygðu og hoppuðu og dilluðu sér eins og þær ættu lífið að leysa! Úthverfamömmur eru æði…
föstudagur, júlí 01, 2005
...
Jæja, Meirihluti Einars hefur verið tiltalaður og er á leiðinni á tónleika í kvöld. Minnihlutinn kemur bara samt með, ég á allavega ekki von á neinum stórum mótmælum, Einar hefur alltaf skemmt sér vel á tónleikum...
...
Er að spá í að reyna að plata Einar með mér í Hljómskálagarðinn í kvöld til að leggja góðu málefni lið...