...og meira af skoðunum...
Dómstóll götunnar er orðasamband sem heyrist æ oftar í tengslum við kynferðisafbrot gegn börnum og unglingum. Lögreglan hefur takmarkaðar heimildir og mannafla til að sinna þessum málaflokki, dómstólar nýta ekki þann refsiramma sem er gefinn í lögum og almenningur er að fá nóg af getuleysi yfirvalda í þessum flokki.
Hann Galdri er með tengil á blogginu sínu á síðu sem tveir ungir menn halda úti. Þeir fóru svokallaða “Kompásleið”, settu inn auglýsingar á einkamálavefi í nafni táningsstúlkna, birtu msn-kennið sitt og komust þannig í samband við um 300 karlmenn sem vildu komast í nánara samband við þessar stúlkur. Nokkrir af mönnunum buðu myndavélaspjall og þegar það var samþykkt notuðu þeir tækifærið og beruðu sig fyrir framan það sem þeir héldu að væri 13 ára stelpa. Afraksturinn var svo settur í myndum inn á síðuna og andlit ekki falin á neinn hátt að mér skilst því nú er búið að taka þær út og á að afhenda lögreglu öll gögn. Vonandi kemur eitthvað út úr því en af reynslu er ég þó ekki bjartsýn. Lögreglan hefur, sem fyrr segir, litlar heimildir til að bregðast við þessum upplýsingum og það mesta sem gerist er að þetta fer í skýrslu einhvers staðar og hægt að draga þetta upp þegar einhver af þessum mönnum er kærður fyrir alvarlegra brot. Það að lögregla sé komin með þessi gögn í hendurnar er því ekki fyrirbyggjandi aðgerð gegn kynferðisbrotum.
Það að almenningur setjist á dómstóla gæti verið það. Mér finnst allt í lagi að þessir menn fái að kynnast þeim hluta okkar sem finnst þeir ekki vera í lagi. Sú spurning hvort mennirnir hefðu gert þetta ef þeir hefðu ekki verið egndir til þess er svo sem réttlætanleg en má ekki svara henni á þann veg að maður sem berar sig fyrir framan vefmyndavél á meðan hann telur að 13-14 ára stúlkur séu að horfa sé örugglega ekki að gera það í fyrsta og ekki í síðasta skipti, hann kemur væntanlega til með að gera þetta svo lengi sem hann kemst upp með það. Þetta eru ekki bara einhverjar aðstæður sem mennirnir “lenda” í, þeir voru (eftir því sem ég best veit) aldrei beðnir um að fara úr og sýna sprellann heldur fundu þeir það algjörlega upp hjá sjálfum sér og bjóða jafnvel að fyrra bragði peninga fyrir kynlífsathafnir þótt “táningurinn” hafi ekki minnst einu orði á kynferðislegar athafnir eða hugsanir. Þetta finnst mér nóg til þess að ég set engin (alla vega fá) spurningarmerki við tálbeitunotkun, þetta ERU menn sem koma sér viljandi í tengsl við börn og unglinga í þessum tilgangi og mér finnst ekki skipta máli hvort unglingurinn er tálbeita eða ekki.
Nú á tímum pólitískrar rétthugsunar er viðkvæðið að það eigi að reyna að hjálpa svona fólki og saklaus þar til sekt er sönnuð og allt það. Í mínum augum er maður sekur um leið og hann byrjar að klæmast við 13 ára barn á msn. Samtalið er skráð, það er orðrétt það sem hann skrifar, burtséð frá því að hann er auðvitað sekur um leið og hann rennir niður buxnaklaufinni og það næst á myndband*.
Og þar með er hann búinn að fyrirgera rétti sínum og á ekkert skilið nema fyrirlitningu. Ef hann vill fá traust og virðingu aftur þá verður hann að gjöra svo vel og vinna sér það inn, hann á ekkert inni að mínu mati og mér finnst allt í lagi að láta hann vita af því.
Sektir hafa engin áhrif. Stuttir dómar hafa engin áhrif. Af hverju megum við ekki verða brjáluð við svona menn og láta þá vita hvað okkur finnst?
ÞAÐ Á EKKI AÐ VERNDA NÍÐINGANA, ÞAÐ Á AÐ VERNDA ÞOLENDUR.
__
* Ath. þarna er ég eingöngu að tala um tilvik þar sem sannanir eru fyrir hendi á tölvutæku formi, ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir sem nota þessar aðferðir og í þeim málum verður að fara varlega með sönnunarbyrði.
Hann Galdri er með tengil á blogginu sínu á síðu sem tveir ungir menn halda úti. Þeir fóru svokallaða “Kompásleið”, settu inn auglýsingar á einkamálavefi í nafni táningsstúlkna, birtu msn-kennið sitt og komust þannig í samband við um 300 karlmenn sem vildu komast í nánara samband við þessar stúlkur. Nokkrir af mönnunum buðu myndavélaspjall og þegar það var samþykkt notuðu þeir tækifærið og beruðu sig fyrir framan það sem þeir héldu að væri 13 ára stelpa. Afraksturinn var svo settur í myndum inn á síðuna og andlit ekki falin á neinn hátt að mér skilst því nú er búið að taka þær út og á að afhenda lögreglu öll gögn. Vonandi kemur eitthvað út úr því en af reynslu er ég þó ekki bjartsýn. Lögreglan hefur, sem fyrr segir, litlar heimildir til að bregðast við þessum upplýsingum og það mesta sem gerist er að þetta fer í skýrslu einhvers staðar og hægt að draga þetta upp þegar einhver af þessum mönnum er kærður fyrir alvarlegra brot. Það að lögregla sé komin með þessi gögn í hendurnar er því ekki fyrirbyggjandi aðgerð gegn kynferðisbrotum.
Það að almenningur setjist á dómstóla gæti verið það. Mér finnst allt í lagi að þessir menn fái að kynnast þeim hluta okkar sem finnst þeir ekki vera í lagi. Sú spurning hvort mennirnir hefðu gert þetta ef þeir hefðu ekki verið egndir til þess er svo sem réttlætanleg en má ekki svara henni á þann veg að maður sem berar sig fyrir framan vefmyndavél á meðan hann telur að 13-14 ára stúlkur séu að horfa sé örugglega ekki að gera það í fyrsta og ekki í síðasta skipti, hann kemur væntanlega til með að gera þetta svo lengi sem hann kemst upp með það. Þetta eru ekki bara einhverjar aðstæður sem mennirnir “lenda” í, þeir voru (eftir því sem ég best veit) aldrei beðnir um að fara úr og sýna sprellann heldur fundu þeir það algjörlega upp hjá sjálfum sér og bjóða jafnvel að fyrra bragði peninga fyrir kynlífsathafnir þótt “táningurinn” hafi ekki minnst einu orði á kynferðislegar athafnir eða hugsanir. Þetta finnst mér nóg til þess að ég set engin (alla vega fá) spurningarmerki við tálbeitunotkun, þetta ERU menn sem koma sér viljandi í tengsl við börn og unglinga í þessum tilgangi og mér finnst ekki skipta máli hvort unglingurinn er tálbeita eða ekki.
Nú á tímum pólitískrar rétthugsunar er viðkvæðið að það eigi að reyna að hjálpa svona fólki og saklaus þar til sekt er sönnuð og allt það. Í mínum augum er maður sekur um leið og hann byrjar að klæmast við 13 ára barn á msn. Samtalið er skráð, það er orðrétt það sem hann skrifar, burtséð frá því að hann er auðvitað sekur um leið og hann rennir niður buxnaklaufinni og það næst á myndband*.
Og þar með er hann búinn að fyrirgera rétti sínum og á ekkert skilið nema fyrirlitningu. Ef hann vill fá traust og virðingu aftur þá verður hann að gjöra svo vel og vinna sér það inn, hann á ekkert inni að mínu mati og mér finnst allt í lagi að láta hann vita af því.
Sektir hafa engin áhrif. Stuttir dómar hafa engin áhrif. Af hverju megum við ekki verða brjáluð við svona menn og láta þá vita hvað okkur finnst?
ÞAÐ Á EKKI AÐ VERNDA NÍÐINGANA, ÞAÐ Á AÐ VERNDA ÞOLENDUR.
__
* Ath. þarna er ég eingöngu að tala um tilvik þar sem sannanir eru fyrir hendi á tölvutæku formi, ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir sem nota þessar aðferðir og í þeim málum verður að fara varlega með sönnunarbyrði.